Það væsir ekki um veiðimenn í Flókadalsá næsta sumar en nýtt veiðihús verður tekið í notkun. Það er nýlega uppgert og afar huggulegt með svefnpláss fyrir 6.
Það er staðsett á austurbakka Flókadalsár en hér má sjá nákvæma staðsetningu- Veiðihúsið við Stóru-Reyki.
Endilega kíkið á Instagram síðu Flókadalsár – https://www.instagram.com/flokadalsa_i_fljotum/
Við byrjum að úthluta Flókadalsá á mánudaginn, ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar frekari spurningar.