Minning um Eirík St. Eiríksson

Eiríkur Stefán Eiríksson, félagi nr. 284, verður jarðsunginn í dag. Stangaveiðifélag Reykjavíkur minnist hans með þakklæti og hlýhug.
Eiríkur fæddist í Reykjavík 29. september 1956 og lést 4. desember 2025. Hann var traustur félagi og mikill áhugamaður um stangaveiði, sem lagði ómetanlegt starf af mörkum til Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið af alúð, samviskusemi og miklum metnaði og var fyrir störf sín sæmdur silfurmerki SVFR árið 2013.
Eiríkur var ritstjóri Veiðimannsins á árunum 2000–2002, sat í stjórn SVFR 2003–2010 og gegndi starfi ritara stjórnar 2005–2009. Þá starfaði hann í árnefnd Fáskrúðar. Í öllum sínum störfum lagði hann ríka áherslu á vandaða vinnu og hagsmuni félagsins í heild.
Hann sat einnig í stjórn Veiðikortsins og átti ríkan þátt í því að Stangaveiðifélag Reykjavíkur eignaðist hlut í því. Þá verður hans ekki síst minnst fyrir útgáfu Stangaveiðihandbókarinnar í fjórum bindum, þar sem hann safnaði saman og miðlaði yfirgripsmikilli þekkingu um vötn og ár landsins. Sú vinna hefur reynst veiðimönnum afar dýrmæt og stendur eftir sem merkilegt framlag með varanlegt sögulegt gildi.
Minning hans mun lifa áfram í starfi félagsins og hjá öllum þeim sem nutu samveru hans og framlags.
Við þökkum Eiríki fyrir allt það sem hann gaf Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og sendum aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
Eiríkur verður jarðsunginn í dag, 16. desember kl. 13:00 frá Fossvogskirkju.
By Ingimundur Bergsson Fréttir