Meira frá Soginu!

Við höfum nýlega heyrt frá veiðimönnum sem hafa veitt í Alviðrusvæðið í Soginu, en þar kostar dagurinn ekki nema rúmar 15.000 krónur.

Stefán Hjaltested og sonur hans Jóhannes Hjaltested kíktum þangað um daginn og veiddi Jóhannes rígvænan hæng.  Gefum Stefáni orðið: “Við feðgar Stefán og Jóhannes Hjaltested höfum verið að nýta okkur SVFR við veiðar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins með góðum árangri, Jóhannes veiddi þennan hæng í Soginu Alviðru. Eftir góða baráttu og margar rokur náðist hann á land og mældist 93 cm langur 57 cm í ummál. Honum var að sjálfsögðu sleppt strax aftur. Hvet menn til nýta sér þessi ódýru veiðileyfi hjá SVFR.”

Einnig heyrðum við frá öðrum veiðimanni sem landaði tveimur löxum þar 28. júlí s.l. Annar laxinn var 76 cm hængur sem tók Sunray tommutúpu og fékkst hann við Klöppina. Hinn laxinn hans var 61 cm hrygna sem tók rauða hálftommu Francestúpu í Kúgagilinu. Stærri laxinn var grálúsugur og silfurblár og var þeim báðum sleppt eins og reglur segja til um í Soginu.

Mikið er laust í Soginu á næstu dögum en þægilegt er að skoða á tímalínu lausar stangir með því að skoða hjá okkur Ársvæða töflu.

Ath. lausar allar stangirnar í Bíldsfellinu núna seinnipartinn og fyrripartinn á morgun. Aðeins kr. 38.900.- stöngin með góðu húsi.


Jóhannes Hjaltested með 93 cm langan lax úr Alviðru
sem hann fékk fyrir nokkrum dögum.

 

Góða skemmtun og hvetjum veiðimenn til að senda okkur fleiri fréttir og myndir frá veiðisvæðum SVFR.

 

By admin Fréttir