Er eitthvað hátíðlegra en að kasta flugu í Tjörnina í Reykjavík þann 17. júní? Ekki finnst okkur það og því tekur SVFR þátt í hátíðarhöldum í miðborginni þar sem Hilmar Jónsson kastkennari mun ásamt félögum í SVFR sýna hátíðargestum réttu handtökin og bjóða fólki að spreyta sig! Við hvetjum félagsmenn, aðra veiðimenn og allan almenning til að kíkja á okkur við enda Tjarnarinnar (nær Hringbrautinni) milli kl 14 og 17, grípa í prik og fá veiðistraum í puttana. Þið þekkið okkur á stöngunum, bæði veiði- og fánastöngunum sem munu skarta 80 ára afmælisfána félagsins!