Korpa – vorveiði

Við erum að hefja sölu á spennandi nýjung , en vorveiði í Korpu er í boði nú í apríl og maí. Aðeins verður veitt á eina stöng og aðeins eru leyfi í boði annan hvern dag.

Um er að ræða vorveiðar á sjóbirtingi og er sleppiskyldi á öllum fiski auk þess sem aðeins er veitt á flugu.

Mikið er jafnan af stórum birtingi í ánni en tilraunaveiðar hafa verið í gangi a.m.k. síðustu tvö ár, með góðum árangri.

Lausir dagar eru þegar komnir í vefsöluna.

Nánari upplýsingar um vorveiðina í Korpu má finna hér:

Við viljum gjarnan fá veiðiskýrslur frá veiðimönnum um gang mála og minnum að nauðsynlegt er að skrá allan veiddan fisk rafrænt. 

 

ATH – ÞETTA ER EKKI APRÍLGABB 😉

 

Með veiðikveðju,

Skrifstofan

By SVFR ritstjórn Fréttir