Við hvetjum félagsmenn okkar og alla sem vilja standa vörð um villta laxinn og íslenska náttúru til að nýta umsagnarrétt sinn vegna nýs lagareldisfrumvarps.
Umsagnarfrestur rennur út 26. janúar.
Að senda inn umsögn í samráðsgátt tekur aðeins örfáar mínútur, en skiptir máli. Umsagnir almennings eru lesnar og skráðar og hafa raunverulegt vægi í lagasetningarferlinu.
👉 Á þessari síðu getur þú kynnt þér málið nánar og fengið aðstoð við að útbúa umsögn:
https://www.letsundothis.com/is/lagareldisfrumvarp
Á síðunni er farið yfir:
- hvað er í nýja frumvarpinu,
- hvað hefur breyst frá fyrri drögum,
- og hvernig þú getur á einfaldan hátt sett saman þína eigin umsögn.
Það skiptir ekki máli hvort umsögnin er stutt eða löng. Mikilvægast er að láta rödd sína heyrast og taka þátt í lýðræðislegu samráði áður en lög eru samþykkt.
Við hvetjum alla sem láta sig varða framtíð íslenskrar náttúru og villtra laxastofna til að kynna sér málið og skila inn umsögn fyrir 26. janúar.