Það verður öllu tjaldað til föstudagskvöldið 7. nóvember þegar blásið verður til haustfagnaðar félagsins. Herlegheitin fara fram í veislusal Þróttar í Laugardal og opnar húsið klukkan 19:00.
👉 Sprelligosinn Ási Guðna stýrir fjörinu og kemur öllum í gott skap.
👉 Trúbadorinn Orri Sveinn mætir með gítarinn og heldur partýinu gangandi.
👉 Viðurkenningar fyrir stærstu laxa tímabilsins.
👉 Tískusýning á vegum kvennanefndar.
👉 Veiðiverslanir landsins bjóða alls kyns fínerí í jólapakkann á góðum kjörum.
Léttar veitingar í boði og glæsilegur bar.
Allir velkomnir, félagsmenn jafnt sem aðrir veiðimenn.
Hlökkum til að sjá þig!
Með kveðju,
SVFR