By admin

Það sem er framundan

Það er alveg að koma Verslunarmannahelgi og því gott að renna yfir það sem er framundan á döfinni. Byrjum á opnunartíma skrifstofu en opið er á morgum föstudag frá kl. 12:00 – 16:00 en lokað er á laugardag, sunnudag og mánudag. Skrifstofan opnar aftur kl. 8.00 á þriðjudaginn 8. ágúst. Það eru lausar stangir í …

Lesa meira Það sem er framundan

By admin

Sjóbirtingur

Nú þegar aðeins er tekið að líða á sumarið fer hugurinn óneitanlega að ráfa frá því að vera heltekinn af laxaveiki (e. salmon fever) yfir í að hugsa um tegundina sem tekur við af laxinum og kemur silfruð inn í árnar síðsumars og á haustin – sjóbirtingnum. Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eru tvö svæði sem þekkt …

Lesa meira Sjóbirtingur

By admin

Laust í Langá

Veiðin í Langá sumarið 2017 hefur verið alveg prýðileg hingað til og mikið af fiski í ánni. Að kvöldi 19. júlí höfðu veiðst 731 lax eða 199 laxar á vikunni og hefur vikuveiðin haldist nokkuð stöðug það sem af er sumri. Stórstreymt er 24. júlí og Langá er þekkt fyrir flottar göngur á seinni stóra …

Lesa meira Laust í Langá

By admin

Langþráður fréttapakki

Nú er alltof langt um liðið síðan við höfum tekið stöðuna í ánum okkar og miðlað þeim upplýsingum til ykkar kæru félagsmenn. Nú í morgunsárið höfum við hringt í þá sem hafa verið við veiðar undanfarið og falast eftir fréttum en ekki alltaf haft erindi sem erfiði. Hér eru þó þær fréttir sem við höfum …

Lesa meira Langþráður fréttapakki

By admin

Veiðimaðurinn er kominn út

Skemmtilegt veiðisumar framundan Sumarblað Veiðimannsins er komið út og hefur aldrei verið stærra. Fjölbreytt efni er í blaðinu að vanda en framundan eru spennandi tímar í stangveiðinni þegar íslenska sumarið skartar sínu fegursta og margir eiga stefnumót við sína uppáhalds veiðistaði. Veiðistaðalýsing á Úlfarsá-Korpu er í blaðinu en áin er nýr kostur innan raða SVFR. …

Lesa meira Veiðimaðurinn er kominn út

By admin

Mánudagsfréttir

Nú um helgina var skrifað undir nýjan langtímasamning um Gljúfurá í Borgarfirði. Áin hefur verið bakbein í flóru laxveiðiáa Stangaveiðifélagsins til fjölda ára og verður hún áfram í boði fyrir félagsmenn SVFR á næstu árum. Samstarf SVFR og Veiðifélags Gljúfurár hefur verið mjög gott í gegnum tíðina og hefur áin verið gífurlega vinsæl meðal félagsmanna …

Lesa meira Mánudagsfréttir

By admin

Um brot á veiðireglum

Því miður hefur okkur nú borist tvær tilkynningar um brot á veiðireglum á einu af svæðum okkar. Reglur á svæðinu kveða á um að einungis sé veitt á flugu en því miður hafa nú tveir hópar tilkynnt ummerki um maðk- og spúnaveiði á svæðinu. Við fengum senda mynd af útbúnaði sem ekkert á skylt við …

Lesa meira Um brot á veiðireglum

By admin

Fréttir af veiðislóð

Það hefur verið mikið um að vera undanfarið, margar ár að opna og mikið húllumhæ í gangi. Við höfum aðeins heyrt í veiðimönnum og staðarhöldurum og hér er smá fréttapakki um gang mála á svæðunum. Korpa Á opnunardaginn 27. júní var rólegt yfir svæðinu. Veiðimenn urðu ekki varir um morguninn en á seinni vaktinni urðu …

Lesa meira Fréttir af veiðislóð

By admin

Ótrúleg opnun Langár

Í Langá á Mýrum, eins og víða annars staðar, er það venjan að opnunarhollið veiði í 2,5 daga, heilan dag 21. og 22. júní og til hádegis 23. júní. Opnunarhollið lauk því veiðum á hádegi í dag og samtals voru landað 67 löxum, sem samkvæmt staðarhaldara er nýtt met. Mikið af laxi er genginn í …

Lesa meira Ótrúleg opnun Langár

By admin

Langá opnaði í gær

Langá á Mýrum opnaði í gær með miklum glæsibrag. Tilhlökkun var mikil því tölur úr teljaranum gáfu til kynna að veiðimenn ættu eftir að lenda í ævintýrum. Síðustu tölur höfðu borist skrifstofu á mánudag og þá höfðu rúmlega 200 fiskar gengið í gegnum teljarann. Það var því ekkert óeðlilegt að spenna væri fyrir opnuninni og …

Lesa meira Langá opnaði í gær