Fyrir sléttri viku síðan settum við inn frétt hér á vefinn okkar þar sem við minntum á að eindagi reikninga fyrir veiðileyfum var 7. mars. Í þeirri frétt kom það fram að á föstudaginn næsta, þann 16. mars munum við fara yfir öll ógreidd veiðileyfi sem heldur er ekki búið að semja um greiðslu á. Þar kemur einnig fram að ógreidd veiðileyfi verði þá sett í sölu aftur á vefsölunni. Við minnum því góðfúslega á að ganga frá greiðslu hið snarasta eða semja um skiptingu greiðslna við Alskil ([email protected] eða í síma 515-7900).
Nú eru aðeins 18 dagar í að veiðitímabilið hefjist á Íslandi og allt fari af stað með pompi og prakt. Hjá okkur opnar Varmáin fyrst af öllum og eru fyrstu tveir dagarnir uppseldir en enn eru laus leyfi frá 3. apríl. Hægt er að skoða Varmá í vefsölunni hér: https://www.svfr.is/voruflokkur/varm/
Við vorum nú í morgunsárið að uppfæra vefsöluna með veiðileyfum sem voru ekki til staðar áður og við hvetjum alla til að fletta í gegnum laus veiðileyfi hér: https://www.svfr.is/vefverslun/
Vinstra megin á síðunni er svo flettigluggi þar sem hægt er að velja ársvæðin og sjá hvað er laust. Vegna fjölda áskorana er í smíðum svona dagatals hamur eins og var á gömlu vefsölunni og er það von okkar að sá komist í gagnið sem fyrst.