Frekari fréttir af aðalfundi SVFR

Eins og áður hefur komið fram var aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur haldinn síðastliðinn laugardag. Ágætlega var mætt á fundinn og var mikill hugur í þeim félagsmönnum sem mættu. Fram fóru venjubundin aðalfundarstörf og gékk fundurinn vel fyrir sig. Þrír sitjandi stjórnarmenn voru í kjöri til áframhaldandi setu í stjórn félagsins og tveir nýjir aðilar buðu sig fram að þessu sinni. Það fór svo að Hrannar Pétursson, Hörður Birgir Hafsteinsson og Rögvaldur Örn Jónsson fengu umboð félagsmanna til setu í stjórn félagsins til næstu 2ja ára. Jón Þór Ólason var einn í kjöri til formanns félagsins og var hann því sjálfkjörinn.

Skemst er frá því að segja að félagið var með rekstrartekjur upp á 385 milljónir á nýliðnu rekstrarári og skilaði ríflega 13 milljón króna hagnaði. Eiginfjárstaða batnar og er félagið nú með jákvæða eiginfjárstöðu upp á 6 milljónir. Hægt er að nálgast ársreikning félagsins HÉR.

Ein ályktun kom til skjalana og var hún frá Arthuri Bogasyni, Bjarna Júlíussyni og Ólafi Kr. Ólafssyni og hljóðaði svo:

“Aðalfundur skorar á stjórn SVFR um að Stangaveiðifélagið taki forystu í endurreisn Sogsins. Félagið stuðli að og leiði samstarf með veiðiréttareigendum og veiðileyfasölum á svæðinu öllu til að efla laxgengd á svæðinu og auka veiðina”

Var hún samþykkt á aðalfundi og stjórn SVFR fer því á fullt í að fylgja þessum málum eftir.

(mynd: ný stjórn SVFR, myndina tók Þorsteinn Ólafs)

By admin Fréttir