Nú hljóta veiðimenn að vera alveg búnir með neglurnar af spenningi yfir veiðitímabilinu 2018 sem hefst eftir aðeins örfáa daga. Það er svo skemmtilegt í ár að 1. apríl lendir á Páskasunnudegi. Við óskum ykkur öllum góðra stunda á bakkanum þetta tímabilið en viljum á sama tíma fara yfir opnunartíma skrifstofu um páskana.
Skírdagur: Lokað
Föstudagurinn langi: Lokað
Annar í páskum: Lokað
Skrifstofan opnar aftur að morgni þriðjudagsins 3. apríl. Við minnum á að vefsalan er opin allan sólarhringinn: https://www.svfr.is/vefverslun/
Fyrir ykkur sem eruð að fara til veiða í Varmá um páskana og fyrstu dagana í apríl þá höfum við sett inn nýtt skjal með þessum helstu upplýsingum og reglum. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur þessa hluti áður en farið er til veiða. Meira um málið hér: https://www.svfr.is/varma-thorleifslaekur/
Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska.