Frestur til að skila úthlutuðum leyfum útrunninn

Í dag er eindagi á meirihluta veiðileyfa sem úthlutað var til félagsmanna í almennri úthlutun. Frestur til að skila veiðileyfum var á föstudaginn síðasta, 2. mars, eins og auglýst var í frétt þann 24. janúar.

Við höfum bent fólki á að hafa samband við Alskil um skiptingu á greiðslum sem og óskum um frestingu á eindaga. Símanúmerið hjá þeim er 515-7900 og netfangið er [email protected] – Við höfum heyrt að þau taki vel í allar óskir um skiptingu.

Við munum nú gefa aukinn frest til að ganga frá greiðslu eða samningum um greiðslu fram að föstudeginum 16. mars. Þann dag munum við fara yfir öll veiðileyfi og þau sem enn eru ógreidd eða ekki búið að semja um greiðslur verða sett í vefsöluna til endursölu. Þetta er gert til að koma í veg fyrir misskilning eða að veiðileyfi renni með tilheyrandi tapi fyrir félagið.

Við biðjum alla þá sem ekki hafa greitt veiðileyfin sín eða samið um greiðslu á þeim að bregðast við strax í dag til að koma í veg fyrir að safnist upp kostnaður fyrir ykkur og félagið.

Það fer fiðringur um mann á hverjum degi meðan veðrið er svona og dagurinn lengist og lengist. Það er alveg á hreinu hvað er í vændum og við veiðimenn tökum vorinu að sjálfsögðu fagnandi. Við minnum á vefsöluna en þar er enn hægt að fá flott veiðileyfi í sumar.

 

By SVFR ritstjórn Fréttir