Flott laxveiðileyfi í vefsölu

Það ætti ekki að hafa farið framjá neinum að daginn er farið að lengja, það er orðið bjart fyrr og dimmir seinna. Við vitum öll hvað það þýðir. Vorið er aðeins handan við hornið. Um helgina fer fram þessi árlegi viðburður sem markar komu vorsins, Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Það er hægt að lesa um hann hér en það svo sem er ekki það sem þessi póstur fjallar um heldur langar okkur að benda á nokkur skemmtileg laxveiðileyfi sem enn er hægt að komast í á vefsölunni.

Sog – Bíldsfell (ath lækkað verð frá í fyrra)

Byrjum á Bíldsfellinu, því fornfræga svæði. Þar er stórskemmtilegt veiðihús, stutt að fara og verðið hefur lækkað mikið. Laxveiðin hefur átt undir hðgg að sækja á svæðinu undanfarin ár en bleikju- og sjóbirtingsveiðin hefur verið með ágætum.

https://www.svfr.is/voruflokkur/sog3/

 

Straumfjarðará

Nýjasta veiðisvæðið hjá okkur og því hefur verið mjög vel tekið hjá félagsmönnum og lítið eftir af veiðileyfum. Við vorum hins vegar að fá tilbaka tvö holl í ágúst og höfum við bætt þeim við í vefsöluna. Eins má finna þarna holl snemma, nánar tiltekið 24. – 26. júní, þegar stóri silfraði fiskurinn er að skríða upp ána. Mjög spennandi veiðileyfi.

https://www.svfr.is/voruflokkur/strau/

 

Gljúfurá

Eitt vinsælasta veiðisvæði SVFR og skyldi engan undra. Veiðin hefur verið góð, áin er skemmtileg og veiðihúsið frábært. Stutt að fara úr Reykjavík og blandað agn leyft. Frábær á fyrir góða veiðifélaga eða fjölskyldur. Sjaldan hafa verið svona mörg holl laus á skemmtilegum tíma og því frábært tækifæri til að kynnast ánni ef þú hefur ekki komist að á undanförnum árum.

https://www.svfr.is/voruflokkur/glju/

 

Grjótá – Tálmi

Skemmtileg en erfið tveggja stanga laxveiðiá í algjörlega sturluðu umhverfi. Veiðihúsið er gamalt panil veiðihús af gamla skólanum. Þarna ræður kyrrðin ríkjum. Þarna geta litlir hópar verið alveg útaf fyrir sig í algjörri ró og næði. Þarna má renna maðk og kasta flugu og veiðin er um 100 – 150 laxar á ári.

https://www.svfr.is/voruflokkur/hit3/

 

Haukadalsá

Ein alvinsælasta áin okkar. Laust í tvö holl í haust. Kíkið á.

https://www.svfr.is/voruflokkur/hauk/

 

Langá

Ein alskemmtilegasta laxveiðiá landsins og þó víðar væri leitað. Frábær dreifing á laxi, topp meðalveiði, stutt frá Reykjavík og áin sem sniðin fyrir fluguveiði.

https://www.svfr.is/voruflokkur/lang/

By admin Fréttir