Það er ekki laust við að síðustu tveir dagar hafi aðeins blásið von um vor í brjóst. Smáfuglarnir syngja, það er farið að birta þegar maður keyrir í vinnuna og er ennþá bjart þegar maður keyrir heim. Nú er sléttur mánuður í að veiðitímabilið á Íslandi opni og veiðimenn flykkist í árnar í leit að (í flestum tilfellum) sjóbirtingi. Þetta er skemmtilegur tími sem framundan er, í eftirvæntingarfullri bið eftir að veislan hefjist. Menn og konur víða um land vekja maka sína af værum blundi þegar þau með tilþrifum “double haul-a” í svefni, í draumalandi stödd við uppáhaldsána sína með uppáhaldsstöngina í hendinni. Næsti 31 dagur verður erfiður en samt svo spennandi og skemmtilegur. Þetta er allt að bresta á.
Aldrei þessu vant er bara eitt veiðisvæði okkar að opna 1. apríl og það er Varmá. Fyrstu tvo dagana eru öll veiðileyfi uppseld en enn sem komið er má finna lausar stangir frá 3. apríl. Ef mars mánuður verður jafn mildur og alvitrir veðurfræðingar lofa verður spennandi að vera við Varmá fyrstu daga tímabilsins.
Kauptu veiðileyfin í Varmá hér: https://www.svfr.is/voruflokkur/varm/
Næsta svæðið sem opnar er svo Bíldsfell en við ákváðum í ár að fresta opnun þar til 1. maí. Er það gert í þeim tilgangi að vernda hrygningarsvæði, hrogn og kviðpokaseiði á svæðinu sem mest er stundað í vorveiðinni og er einnig aðalhrygningarsvæði árinnar.
Hægt er að komast í flotta silungsveiði í Soginu, með frábæru húsi og stutt frá Reykjavík fyrir litlar 8.900 kr. stöngina á dag. Hægt er að skoða og kaupa veiðileyfi í vorveiðinni á Bíldsfells svæðinu hér: https://www.svfr.is/voruflokkur/sog2/
Við vekjum athygli á að Hvítasunnuhelgin er laus, 18. – 20. maí en 21. maí er Annar í Hvítasunnu.
Skrifstofa lokuð föstudaginn 2. mars
Skrifstofa félagsins verður lokuð allan daginn, föstudaginn 2. mars. Við bendum á netfangið [email protected] en hægt er að senda öll erindi þangað og þau verða leyst við fyrsta tækifæri. Skrifstofan opnar svo aftur mánudaginn 5. mars. kl. 8:00.
Við bendum á vefsölu SVFR en þar má skoða laus veiðileyfi og ganga frá pöntunum. Hægt er að skoða vefsöluna hér: https://www.svfr.is/vefverslun/
Til að velja einstök veiðisvæði er valið úr listanum vinstra megin á síðunni og þá er hægt að skoða hvað er laust á hverju svæði. Við óskum ykkur öllum góðrar helgar.