Formaðurinn með 100 kall úr Haukunni!

Ragnheiður Thorsteinsson er í árlegu septemberholli í Haukadalsá núna og var rétt í þessu að landa 100 cm laxi úr veiðistaðnum 3b sem er rétt fyrir neðan veiðistaðinn Bjarnarlögn á neðsta svæði árinnar. Laxinn tók fluguna Hauginn #16 og baráttan tók um 30 mínútur. Haukan er stórlaxaá og á hverju ári veiðast þar fiskar um og yfir meterinn!

Eftir miklar rigningar og vatnavexti fyrir vestan virðist heldur betur vera að lifna yfir veiðinni þar. Hollið sem nú er að veiðum er komið með 5 laxa og 3 missta.  Það er fallandi vatn og næstu holl ættu að vera í topp málum.

 

  

Haugurinn eftir Sigurð Héðinn hefur sannarlega hreyft við mörgum stórlöxum í gegnum tíðina!

Septembermánuður er búinn að vera drjúgur hjá Röggu en hún fékk einnig 95 cm lax í Sanda í byrjun mánaðarins.  Hér fyrir neðan má sjá mynd af henni með fiskinn úr Sandá.

 

 

Með kveðju,

SVFR

 

 

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir