Elliðaár – breyttur tími á síðdegisvakt

Tekin hefur verið ákvörðun um að breyta veiðitímanum á síðdegisvaktinni í Elliðaánum. Framvegis verður veitt frá klukkan 16:00-22:00 og tekur nýja fyrirkomulagið gildi á laugardaginn – 5. júlí. Þetta á þó eingöngu við um tímabilið 20. júní til 15. ágúst. Eftir 15. ágúst er veiðitíminn sá sami og hann hefur verið eða 15:00-21:00.

Sem fyrr er mæting í veiðihúsið áður en vaktin hefst. Mælst er til að veiðimenn séu mættir í hús klukkan 15:15 en dregið er um svæði klukkan 15:30.

By Eva María Grétarsdóttir Fréttir