By Ingvi Örn Ingvason

Neyðarkallinn afhentur við bakka Elliðaár

Elliðaárnar léku stórt hlutverk þegar Neyðarkallinn 2025 var formlega afhentur Forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur, nú á dögunum. Athöfnin fór fram fyrir ofan veiðistaðinn Hraunið þar sem vaskur hópur straumvatnsbjörgunarmanna ferjaði Neyðarkallinn yfir ánna og færði Forsetanum, og Birni eiginmanni hennar, í táknrænni athöfn í þessu fallega umhverfi í hjarta Reykjavíkur. Forsetinn ítrekaði mikilvægi sjálfboðastarfs …

Lesa meira Neyðarkallinn afhentur við bakka Elliðaár

By Ingvi Örn Ingvason

Flekkudalsá áfram hjá SVFR

Nýr samstarfssamningur um vatnasvæði Flekkudalsár milli Veiðifélags Fellsstrandar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) var undirritaður á dögunum og gildir út veiðisumarið 2029. Samningurinn tryggir áframhaldandi aðgang félagsmanna SVFR að einni eftirsóknarverðustu sjálfsmennskuám á Vesturlandi. Flekkudalsá, eða Flekkan eins og hún er gjarnan kölluð, hefur verið í umsjón SVFR síðan árið 2020 og hefur notið mikilla vinsælda …

Lesa meira Flekkudalsá áfram hjá SVFR

By Eva María Grétarsdóttir

Haustfagnaður SVFR

Það verður öllu tjaldað til föstudagskvöldið 7. nóvember þegar blásið verður til haustfagnaðar félagsins. Herlegheitin fara fram í veislusal Þróttar í Laugardal og opnar húsið klukkan 19:00.  👉 Sprelligosinn Ási Guðna stýrir fjörinu og kemur öllum í gott skap. 👉 Trúbadorinn Orri Sveinn mætir með gítarinn og heldur partýinu gangandi. 👉 Viðurkenningar fyrir stærstu laxa tímabilsins. …

Lesa meira Haustfagnaður SVFR

By Ingimundur Bergsson

Ingvi Örn ráðinn til SVFR

Ingvi Örn ráðinn til SVFR. SVFR fagnar því að Ingvi Örn Ingvason hefur verið ráðinn á skrifstofu félagsins og mun hefja störf í vikunni. Ingvi mun sinna markaðsmálum, sölu og þjónustu og bætist þar með í öflugt teymi starfsmanna félagsins. Hann hefur víðtæka reynslu af sölu- og markaðsstörfum og hefur starfað hjá Skeljungi, Bílaumboðinu Öskju …

Lesa meira Ingvi Örn ráðinn til SVFR

By Ingimundur Bergsson

Hnýtingarkeppni Veiðimannsins

Hnýtingarkeppni Veiðimannsins Veiðimaðurinn efnir til fluguhnýtingarkeppni í tilefni af 85 ára afmæli ritsins. Verður vinningsflugunum gert hátt undir höfði í jólablaði Veiðimannsins. Keppt er í flokki laxa- og silungaflugna og veitt verða verðlaun fyrir tvö efstu sætin í hvorum flokki. Vinningshafar fá 35 þúsund króna inneign upp í veiðileyfi hjá SVFR og 2. sætið fær …

Lesa meira Hnýtingarkeppni Veiðimannsins

By SVFR ritstjórn

Veiðitímabilið 2025 á enda

Þá er veiðitímabilinu formlega lokið í öllum ám félagsins. Síðasta föstudag birtum við samantekt frá urriðasvæðunum fyrir norðan og nú er komið að því að rýna í tölur í fleiri ársvæðum. Laugardalsá kom sterk inn á köflum í sumar og ekki hafa verið fleiri göngur skráðar síðan teljarinn var settur niður árið 2018. Veiðimenn nutu …

Lesa meira Veiðitímabilið 2025 á enda

By Hjörleifur Steinarsson

Uppgjör sumarsins og samantekt frá urriðasvæðunum fyrir norðan.

Góðan daginn. Nú er tímabilinu lokið á urriðasvæðum SVFR Laxá í Mývatnssveit og Laxá í Laxárdal, þá er tímabært að taka smá yfirreið yfir veiðitölur og sumarið. Mývatnssveitin endaði í 2678 urriðum í ár miðað við 3843 í fyrra. Munar 1165 fiskum, veiðin var erfiðari í ár og margir þættir sem spiluðu þar inn í. …

Lesa meira Uppgjör sumarsins og samantekt frá urriðasvæðunum fyrir norðan.

By Hjörleifur Steinarsson

Miðá með annan hundraðkall!

Vaskur hópur veiðikvenna og manna var við veiðar í Miðá 19-21.9 Gefum Bergrúnu Elínu orðið: Það má segja að aðstæður hafi verið með besta móti laugardag og sunnudag. Svolítið rok og leiðinleg átt á föstudeginum. Urðum vör við stóra fiska á nokkrum stöðum en Hamraendateigur var sá líflegasti. Seinni part laugardags var ákveðið að hittast …

Lesa meira Miðá með annan hundraðkall!

By Hjörleifur Steinarsson

Veiðifréttir vikunnar.

Nú fer að líða að lokum á þessu veiðisumri, laxveiðin hefur ekki staðið undir væntingum en silungsveiðin verið heilt yfir mjög góð. Langá er komin í 609 laxa og eftir rigningar síðustu daga er komið smá líf í ánna, Langá lokar 25.9. Lausir dagar í Langá í september: Haukadalsá tók heldur betur kipp við rigningarnar, …

Lesa meira Veiðifréttir vikunnar.