By Hjörleifur Steinarsson

Veiðifréttir vikunnar

Góðan daginn. Nú er síðasti mánuður veiðitímabilsins hjá SVFR að renna upp, ekki er hægt að segja að veiðitölurnar séu eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Langá er komin í 490 laxa, aðeins batamerki á tökunni síðustu daga og vonandi fer góður september mánuður í hönd, september hefur verið einna besti mánuðurinn í Langá síðustu …

Lesa meira Veiðifréttir vikunnar

By Hjörleifur Steinarsson

Veiðifréttir vikunnar

Góðan daginn. Nú er farið að síga á seinni hluta veiðisumarsins og tími stóru hænganna að renna upp. Laxveiðin í sumar hefur verið með rólegra móti, silungsveiðin aftur á móti með ágætum. Langá er komin í 444 laxa, veiðin frekar róleg en koma skot inn á milli. Mikið af fiski í ánni segja kunnugir og …

Lesa meira Veiðifréttir vikunnar

By Ingimundur Bergsson

Eldislaxar veiddust í Haukadalsá – rannsókn stendur yfir

Í síðustu viku varð vart við eldislax í Haukadalsá og hefur nú þegar tekist að veiða níu einstaklinga. Niðurstöður sýnatöku verða kynntar á næstu dögum og munu skýra hvaðan laxarnir sluppu, en talið er líklegt að þeir eigi uppruna sinn í sjóeldi á Vestfjörðum. Um helgina fóru sjálfboðaliðar frá Verndarsjóði Atlantshafslaxins (Nasf), ásamt landeigendum að …

Lesa meira Eldislaxar veiddust í Haukadalsá – rannsókn stendur yfir

By Hjörleifur Steinarsson

Veiðifréttir vikunnar

Það er varla hægt að stinga niður penna þessa vikuna nema að minnast á Haukadalsá og tragedíuna þar. SVFR,veiðifélag Haukadalsár og Landsamband Veiðifélaga brugðust strax og við og nú vonum við bara að þetta sé ekki jafn víðtækt og var óttast í fyrstu. Vonandi fara ráðamenn þjóðarinnar að vakna upp og átta sig á því …

Lesa meira Veiðifréttir vikunnar

By Eva María Grétarsdóttir

Frábærir ungmennadagar að baki í Elliðaánum

Þá er ungmennadögum SVFR 2025 lokið þetta sumarið. Í ár voru dagarnir þrír og fór sá fyrsti fram 6. júlí en seinni tveir 10. og 11. ágúst. Tekið var á móti rúmlega 100 börnum og gaman að sjá áhuga ungu kynslóðarinnar á stangveiði aukast ári frá ári. Það var gleði, spenna og tilhlökkun í loftinu …

Lesa meira Frábærir ungmennadagar að baki í Elliðaánum

By Eva María Grétarsdóttir

Laxinn er mættur í Brúará

Þau gleðitíðindi bárust úr Brúará á dögunum að fyrsti laxinn væri kominn á land. Að þessu sinni var ánægjan tvöföld því hinn tólf ára gamli Garðar Logi Konráðsson var svo heppinn að krækja í maríulaxinn! Fiskurinn mældist 59 cm. og tók svartan Toby í fornfræga veiðistaðnum Vatnsmæli. Við sendum þessum glæsilega unga veiðimanni okkar bestu …

Lesa meira Laxinn er mættur í Brúará

By Hjörleifur Steinarsson

Veiðifréttir vikunnar

Góðan daginn. Laxveiðin er frekar róleg, það virðist vanta alvöru veðrabreytingu (lesist rigning) til að koma hreyfingu á fiskinn. Langá er með vikuveiði 16-23/7 upp á 93 laxa, hægur stígandi í veiðinni og koma góðir dagar inn á milli, nægur fiskur í ánni. Góður gangur á urriðasvæðunum fyrir norðan,  jöfn og góð veiði. Áfram flott …

Lesa meira Veiðifréttir vikunnar

By Hjörleifur Steinarsson

Þjóðhátíð í Langá?

Þjóðhátíð í Langá dagana 2-5 ágúst Stangaveiðifélag Reykjavíkur ætlar að bjóða upp á sannkallað þjóðhátíðarverð á stöngum í Langá á þessu tímabili, dagstöngin á 100 þús til félagsmanna. Veiði hefst seinnipart 2.ágúst. Upplýsingar um Langá hér. Fæðisgjald skv verðskrá sjá hér. Hægt er að bóka stangir í vefsölu, félagsmenn munið að skrá ykkur inn til …

Lesa meira Þjóðhátíð í Langá?

By Hjörleifur Steinarsson

Veiðifréttir vikunnar.

Góðan daginn. Við byrjum á jákvæðum fréttum úr silungsveiðinni. Efri Flókadalsá í Fljótum er heldur betur að lifna við þessa dagana, síðasta holl var með yfir 40 bleikjur og mikið af því voru vænar 40-45 cm bleikjur. Stærsta bleikjan var 52 cm, samkvæmt okkar heimildum þá er bleikjan vel dreifð um ána og nýr fiskur …

Lesa meira Veiðifréttir vikunnar.

By Hjörleifur Steinarsson

Veiðifréttir vikunnar

Góðan daginn. Laxveiðin er frekar tíðindalítil þessi dægrin, þó virðist veðrabreytingin í byrjun vikunnar ætla að hafa einhver áhrif á göngur og veiði. Laxinn hrúgast inn í Elliðaárnar, 1294 laxar gengu upp teljara núna á viku, veiðin hefur einnig tekið kipp með vaxandi gegnd og veiðivænna veðri. Leirvogsá er aðeins farin að sýna sínar réttu …

Lesa meira Veiðifréttir vikunnar