By Eva María Grétarsdóttir

Haustfagnaður SVFR

Það verður öllu tjaldað til föstudagskvöldið 7. nóvember þegar blásið verður til haustfagnaðar félagsins. Herlegheitin fara fram í veislusal Þróttar í Laugardal og opnar húsið klukkan 19:00.  👉 Sprelligosinn Ási Guðna stýrir fjörinu og kemur öllum í gott skap. 👉 Trúbadorinn Orri Sveinn mætir með gítarinn og heldur partýinu gangandi. 👉 Viðurkenningar fyrir stærstu laxa tímabilsins. …

Lesa meira Haustfagnaður SVFR

By Ingimundur Bergsson

Ingvi Örn ráðinn til SVFR

Ingvi Örn ráðinn til SVFR. SVFR fagnar því að Ingvi Örn Ingvason hefur verið ráðinn á skrifstofu félagsins og mun hefja störf í vikunni. Ingvi mun sinna markaðsmálum, sölu og þjónustu og bætist þar með í öflugt teymi starfsmanna félagsins. Hann hefur víðtæka reynslu af sölu- og markaðsstörfum og hefur starfað hjá Skeljungi, Bílaumboðinu Öskju …

Lesa meira Ingvi Örn ráðinn til SVFR

By Ingimundur Bergsson

Hnýtingarkeppni Veiðimannsins

Hnýtingarkeppni Veiðimannsins Veiðimaðurinn efnir til fluguhnýtingarkeppni í tilefni af 85 ára afmæli ritsins. Verður vinningsflugunum gert hátt undir höfði í jólablaði Veiðimannsins. Keppt er í flokki laxa- og silungaflugna og veitt verða verðlaun fyrir tvö efstu sætin í hvorum flokki. Vinningshafar fá 35 þúsund króna inneign upp í veiðileyfi hjá SVFR og 2. sætið fær …

Lesa meira Hnýtingarkeppni Veiðimannsins

By SVFR ritstjórn

Veiðitímabilið 2025 á enda

Þá er veiðitímabilinu formlega lokið í öllum ám félagsins. Síðasta föstudag birtum við samantekt frá urriðasvæðunum fyrir norðan og nú er komið að því að rýna í tölur í fleiri ársvæðum. Laugardalsá kom sterk inn á köflum í sumar og ekki hafa verið fleiri göngur skráðar síðan teljarinn var settur niður árið 2018. Veiðimenn nutu …

Lesa meira Veiðitímabilið 2025 á enda

By Hjörleifur Steinarsson

Uppgjör sumarsins og samantekt frá urriðasvæðunum fyrir norðan.

Góðan daginn. Nú er tímabilinu lokið á urriðasvæðum SVFR Laxá í Mývatnssveit og Laxá í Laxárdal, þá er tímabært að taka smá yfirreið yfir veiðitölur og sumarið. Mývatnssveitin endaði í 2678 urriðum í ár miðað við 3843 í fyrra. Munar 1165 fiskum, veiðin var erfiðari í ár og margir þættir sem spiluðu þar inn í. …

Lesa meira Uppgjör sumarsins og samantekt frá urriðasvæðunum fyrir norðan.

By Hjörleifur Steinarsson

Miðá með annan hundraðkall!

Vaskur hópur veiðikvenna og manna var við veiðar í Miðá 19-21.9 Gefum Bergrúnu Elínu orðið: Það má segja að aðstæður hafi verið með besta móti laugardag og sunnudag. Svolítið rok og leiðinleg átt á föstudeginum. Urðum vör við stóra fiska á nokkrum stöðum en Hamraendateigur var sá líflegasti. Seinni part laugardags var ákveðið að hittast …

Lesa meira Miðá með annan hundraðkall!

By Hjörleifur Steinarsson

Veiðifréttir vikunnar.

Nú fer að líða að lokum á þessu veiðisumri, laxveiðin hefur ekki staðið undir væntingum en silungsveiðin verið heilt yfir mjög góð. Langá er komin í 609 laxa og eftir rigningar síðustu daga er komið smá líf í ánna, Langá lokar 25.9. Lausir dagar í Langá í september: Haukadalsá tók heldur betur kipp við rigningarnar, …

Lesa meira Veiðifréttir vikunnar.

By Hjörleifur Steinarsson

Stofnfundur Fluguhnýtingafélags Vesturlands.

Vaskur hópur áhugafólks um fluguhnýtingar hefur nú ákveðið að stofna félag um áhugamálið. Stangaveiðifélag Reykjavíkur fagnar þessum viðburði, það er alltaf gaman að sjá vöxt í þessu góða sporti okkar. Fluguhnýtingarfélag Vesturlands er félag áhugafólks um fluguhnýtingar, því er ætlað að efla og auka áhuga á fluguhnýtingum á Vesturlandi. Félagið er öllum opið sem vilja …

Lesa meira Stofnfundur Fluguhnýtingafélags Vesturlands.

By Hjörleifur Steinarsson

96 cm úr Laugardalsá!

Nú er tími stóru drekanna greinilega að renna upp, 96 cm fiskur veiddist í Blámýrarfljóti í Laugardalsá í gær. Veiðikonan Guðrún Theódórsdóttir veiddi þennan gríðarlega flotta hæng á Sunray shadow, sjá mynd hér að neðan. Það eru laus 3 holl í september í Laugardalsá, hvernig væri að skutlast vestur og setja í nokkra? Laugardalsá laus …

Lesa meira 96 cm úr Laugardalsá!

By Ingimundur Bergsson

Formaðurinn með 100 kall úr Haukunni!

Ragnheiður Thorsteinsson er í árlegu septemberholli í Haukadalsá núna og var rétt í þessu að landa 100 cm laxi úr veiðistaðnum 3b sem er rétt fyrir neðan veiðistaðinn Bjarnarlögn á neðsta svæði árinnar. Laxinn tók fluguna Hauginn #16 og baráttan tók um 30 mínútur. Haukan er stórlaxaá og á hverju ári veiðast þar fiskar um …

Lesa meira Formaðurinn með 100 kall úr Haukunni!