By Ingvi Örn Ingvason

Minning: Þorleifur Kamban Þrastarson

Í dag, föstudaginn 28. nóvember, kveðjum við Þorleif Kamban Þrastarson, félaga í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur til áratuga. Þorleifur ólst upp við bakka Elliðaánna og var þeim tengdur frá fyrstu skrefum. Þar lærði hann að kasta, þekkja strauma, lesa náttúruna og þar kviknaði ástríða sem fylgdi honum alla ævi. Þorleifur, eða Tolli, eins og hann var alltaf …

Lesa meira Minning: Þorleifur Kamban Þrastarson

By Ingvi Örn Ingvason

Breytt úthlutun í Elliðaánum – fleiri og fjölbreyttari barnadagar og aukin veiðivarsla.

Undirbúningur vegna næsta veiðisumars er í fullum gangi á skrifstofu SVFR, þar sem ýmis verkefni eru á dagskrá. Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum vegur þar þyngst, en á undanförnum árum hefur orðið algjör sprenging í fjölda umsókna og færri komist að en vildu. Í sumum tilvikum hefur fjöldi umsókna um tilteknar vaktir verið tífalt meiri en …

Lesa meira Breytt úthlutun í Elliðaánum – fleiri og fjölbreyttari barnadagar og aukin veiðivarsla.

By Ingvi Örn Ingvason

Neyðarkallinn 2025 afhentur á bökkum Elliðaánna

Elliðaárnar léku stórt hlutverk þegar Neyðarkallinn 2025 var formlega afhentur Forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur, nú á dögunum. Athöfnin fór fram fyrir ofan veiðistaðinn Hraunið þar sem vaskur hópur straumvatnsbjörgunarmanna ferjaði Neyðarkallinn yfir ánna og færði Forsetanum, og Birni eiginmanni hennar, í táknrænni athöfn í þessu fallega umhverfi í hjarta Reykjavíkur. Forsetinn ítrekaði mikilvægi sjálfboðastarfs …

Lesa meira Neyðarkallinn 2025 afhentur á bökkum Elliðaánna

By Ingvi Örn Ingvason

Flekkudalsá áfram hjá SVFR

Nýr samstarfssamningur um vatnasvæði Flekkudalsár milli Veiðifélags Fellsstrandar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) var undirritaður á dögunum og gildir út veiðisumarið 2029. Samningurinn tryggir áframhaldandi aðgang félagsmanna SVFR að einni eftirsóknarverðustu sjálfsmennskuám á Vesturlandi. Flekkudalsá, eða Flekkan eins og hún er gjarnan kölluð, hefur verið í umsjón SVFR síðan árið 2020 og hefur notið mikilla vinsælda …

Lesa meira Flekkudalsá áfram hjá SVFR