Flott veiði í Flókadalsá

Sjóbleikjan er seinna á ferðinni í ár heldur en síðustu ár og er Flókadalsá ekki undantekning á því. Talið er að ástæðan afhverju bleikjan hagar sér svona er snjóbráðin, það var rosalega mikill snjór á Tröllaskaganum síðasta vetur og er hann ennþá að bráðna.

Bleikjan er 2-3 vikum seinna á ferðinni og er besti tíminn allavega þremur vikum seinna en undanfarin ár. Samkvæmt Tóta leigutaka þá gengur bleikjan úr vatninu í torfum í stað þess að ganga upp í einum stórum rykk.  Það eru komnar fleiri en 400 bleikjur í bók en veiðin hefur verið að taka mikinn kipp síðustu vikuna. Gaman er að benda á að það er komið nýtt veiðihús við ánna og veiðimönnum til miklar gleði er húsið réttum megin í dalnum og þurfa menn ekki lengur að keyra upp á þjóðveg til að komast frá veiðistað upp í hús.

Veiðin verður því með besta móti fram í september en við eigum nokkur laus holl sem má sjá hér

 

 

By admin Fréttir