Hreinsun og tiltekt í Úlfarsá 2020

Nú er komið að árlegri hreinsun og tiltekt í Úlfarsá og þætti okkur vænt um að sjá sem flesta leggja okkur lið. Svæðið sem um ræðir er frá stíflu og niður að ós og jafnvel víðar ef mannskapur leyfir.

Þátttakendur eru hvattir til þess að vera í klofstígvélum eða vöðlum, þar sem gjarnan þarf að hirða rusl úr árfarveginum. Einnig er fólk hvatt til að búa sig eftir aðstæðum að öðru leyti.

Þetta er upplagt fyrir þá sem eiga bókaðan dag í sumar eða hafa áhuga á veiði við ánna til að kynnast ánni og helstu veiðistöðum.

Mæting 16.júní kl.18:00 við ÓB bensínstöðina við Barðastaði.

Vonumst til að sjá sem flesta.

By SVFR ritstjórn Fréttir