Kæru félagsmenn
Þá er farið að halla af sumri og við vonum að þið hafið það sem best á þessum undarlegu tímum. Núna er tækifæri á að fara yfir veiðimyndirnar, birta þær bestu á samfélagsmiðlum ásamt skemmtilegum veiðisögum og ekki gleyma að nota myllumerkið #svfr. Þá er einnig tilvalið að láta sér hlakka til næsta sumars og taka frá tíma í veiði.
Þessa vikuna höfum við verið að stilla upp félagsgjöldunum fyrir 2021 sem verða send út í lok næstu viku og í framhaldi kynnum við fyrirkomulagið á forúthlutuninni. Til viðbótar við það úrval ársvæða sem við bjóðum uppá verða í boði tvö ný og spennandi svæði fyrir 2021: Flekkudalsá og Sandá. Þá mun verða hægt í félagaúthlutuninni að sækja að nýju um leyfi í Andakílsá en margir félagsmenn hafa beðið spenntir eftir því tækifæri.
Munið að forsenda þess að taka þátt í for- og félagaúthlutuninni er að greiða félagsgjöldin 🙂
Passið uppá persónulegar sóttvarnir og fylgist með fréttum frá okkur í næstu viku.
Með ósk um góða helgi