Hnýtingarkeppni Veiðimannsins

Hnýtingarkeppni Veiðimannsins

Veiðimaðurinn efnir til fluguhnýtingarkeppni í tilefni af 85 ára afmæli ritsins. Verður vinningsflugunum gert hátt undir höfði í jólablaði Veiðimannsins.

Keppt er í flokki laxa- og silungaflugna og veitt verða verðlaun fyrir tvö efstu sætin í hvorum flokki.

Vinningshafar fá 35 þúsund króna inneign upp í veiðileyfi hjá SVFR og 2. sætið fær 15 þúsund króna inneign.

Veiðimenn eru hvattir til þess að hnýta eina laxaflugu og eina silungaflugu en skila þarf tveimur stykkjum af hvorri flugu á skrifstofu SVFR. Nafn höfundar þarf að vera í lokuðu umslagi.

Skilafrestur er til 7. nóvember.

Flugurnar sendast á:
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
Suðurlandsbraut 54
108 Reykjavík

By Ingimundur Bergsson Fréttir