Vaskur hópur veiðikvenna og manna var við veiðar í Miðá 19-21.9
Gefum Bergrúnu Elínu orðið:
Það má segja að aðstæður hafi verið með besta móti laugardag og sunnudag. Svolítið rok og leiðinleg átt á föstudeginum. Urðum vör við stóra fiska á nokkrum stöðum en Hamraendateigur var sá líflegasti. Seinni part laugardags var ákveðið að hittast við Hamraendateig í smá happy hour, við sáum fiska stökkva og Eyrún Ýr ákvað að prófa að kasta og það skipti engum togum að eftir nokkur köst var hann á! Þetta var stór fiskur, hann lagðist þungt í og baráttan tók langan tíma, fiskinum var landað eftir rúma klukkustund og reyndist hann vera 100cm!
Það skemmtilega við þennan fisk er að þetta var maríulax veiðikonunar á flugu!
Fiskurinn tók þýska snældu 1/2″, hér fyrir neðan er svo mynd af veiðikonunni með þennan glæsilega fisk.
Samúel Orri Samúelsson veiddi svo þennan 85 cm fisk í Hamraendateig morguninn eftir, á sunray shadow.
Gefum Bergrúnu svo aftur orðið:
Ég fékk síðan skrímsli á í hádeginu sem var ekki ósvipaður þeim sem kom í gær. Eftir 15 min náði hann að stökkva og slíta. Hann var líka búinn að flækja línuna í stein þannig að þetta var skrifað í skýin.
Greinilegt að þeir stóru eru á kreiki í Dölunum!
Eitt holl er laust í Miðá, sjá hér: