Jóhann Unnar Sigurðsson lenti í þvílíku ævintýri í morgun þegar hann setti í og landaði 105 cm laxi í Miðá í Dölum.
Samkvæmt okkar bókum er þetta er stærsti laxinn sem veiðst hefur í sumar, en nú er einmitt tími stórhænganna að ganga í garð!
Laxinn veiddist í Hamarshyl í Miðá í Dölum og tók hann Svartan Frances #14 og stóð baráttan yfir í tvær klukkustundir.
Við óskum Jóhanni innilega til hamingju með þennan fallega feng!
Góða helgi!
SVFR