Rafræn félagsskírteini SVFR

Kæri félagsmaður,

Það gleður okkur að tilkynna að í ár höfum við tekið upp á þeirri nýbreytni að gefa félagsskírteini SVFR út á stafrænu formi fyrir símaveski.

Á félagsskírteininu má sjá uppfært félagsnúmer og ýmsar upplýsingar á bakhlið (pass info eða punktarnir þrír).

Við erum að vinna í að fá samstarfsaðila til liðs við okkur sem munu veita félagsmönnum afslætti og önnur tilboð gegn framvísun félagsskírteinis. Hlekkurinn á afsláttarsíðuna er svfr.is/afslattur og verður hægt að finna hlekkinn á bakhlið rafræna félagsskírteinisins.  Við hvetjum félagsmenn með tengingar í fyrirtæki sem vilja bjóða félagsmönnum afslátt að senda okkur línu á svfr@svfr.is

Félagsskírteinið er fyrst sent til þeirra sem greitt hafa félagsgjöld og hafa gild netföng í kerfum okkar.

Tölvupóstur með QR-kóða mun berast félagsmönnum fyrir helgi.

 

Kær kveðja,

Stangaveiðifélag Reykjavíkur

By Ingimundur Bergsson Fréttir