Okkur barst skemmtilegur póstur frá Jóhannesi Bergsveinssyni, sem er nýkominn úr Gljúfurá, en hann var við veiðar frá sunnudegi til þriðjudags.
Eins og við var að búast var áin óveiðanleg fyrstu vaktina á sunnudeginum eftir metúrhellið í Borgarfirðinum en var fljót að taka við sér og í heildina komu sex laxar á land. Að sögn Jóhannesar voru aðstæður frábærar á morgunvaktinni í gær en þá komu einmitt fjórir laxar á land og veiddust þeir allir á Neðri Breiðu. Hinir tveir höfðu veiðst í Kerinu deginum áður – þar með talinn maríulaxinn.
Stjarna ferðarinnar var óneitanlega Agnes Jóhannesdóttir, 13 ára, sem fékk maríulaxinn í ferðinni og óskum við henni innilega til hamingju með þennan glæsilega fisk!
Við eigum óvænt laust tveggja daga holl sem hefst á morgun, 18. júlí, sem hægt er að fá á góðum díl svo nú er heldur betur tækifærið til að skella sér í Gljúfurá. Áhugasamir hafi samband við skrifstofuna í síma 568-6050.