Gleðileg jól!
Stangaveiðifélag Reykjavíkur óskar veiðimönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða og megi árið 2019 verða veiðimönnum fengsælt! Bestu kveðjur, SVFR
Stangaveiðifélag Reykjavíkur óskar veiðimönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða og megi árið 2019 verða veiðimönnum fengsælt! Bestu kveðjur, SVFR
Nýverið skrifaði SVFR undir nýjan samning við Veiðifélag Langár, en SVFR hefur verið með ánna frá því 2009. Þetta eru frábærar fréttir fyrir unnendur Langár, en áin hefur verið með betri ám á vesturlandi síðastliðin ár. Áin og öll umgjörð um hana er eins og best verður á kosið og aðgengi að veiðistöðum er gífurlega …
Vetrarblað Veiðimannsins er komið út og er á leið til lesenda sem geta látið sig dreyma um komandi veiðisumar yfir jólin. Sól fer senn hækkandi á lofti og biðin eftir baráttu við spræka fiska styttist með hverjum deginum. Efni Veiðimannsins er fjölbreytt að vanda en í blaðinu er m.a. veiðistaðalýsing á Laugardalsá sem SVFR tryggði …
Veiðikortið 2019 er komið út en það er frábær hugmynd að jólagjöf fyrir veiðimenn og veiðikonur! Kortið veitir aðgang að 34 veiðivötnum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 7.900.- en félagar í SVFR fá Veiðikortið á aðeins kr. 6.300.- Við hvetjum veiðimenn til að kynna sér vel þau vatnasvæði sem í boði verða …
Jólagleði í dalnum verður haldin 7. desember næstkomandi í húsakynnum SVFR klukkan 20:00. Farið verður um víðan völl þetta kvöld og verður meðal annars ný skemmtinefnd kynnt til leiks. Þetta er kjörið tækifæri fyrir veiðimenn að koma saman og gera sér glaðan dag fyrir jólahátíðina. Ný skemmtinefnd kynnt til sögunnar Ólafur Finnbogason fer yfir stöðuna …
Nú á haustmánuðum var auglýst eftir árnefndum á tvö ný ársvæði SVFR, Straumfjarðará og Laugardalsá. Um var að ræða 8 stöður í árnefnd Straumfjarðarár og 6 stöður í Laugardalsá, það var því erfitt um vik þegar inn komu um 60 umsóknir, og var umsóknum nokkuð jafnt skipt niður á hvort ársvæðið fyrir sig. Það var …
Opið hús kvennadeildar fimmtudagskvöldið 22.11. n.k. kl. 20:00 í húsnæði SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Fjölbreytt, skemmtileg, spennandi og fróðleg dagskrá; * Ragnheiður Thorsteinsson ætlar að leiða okkur í allan sannleika um úthlutunarreglur veiðileyfa hjá STRV – hvenær og hvernig er best að sækja um til að fá “bestu” veiðileyfin. * Kynning á veiðiferðum kvennadeildar á …
Senn líður að jólum og er ekki seinna en vænna að fara að huga að jólagjöf veiðifólksins. Oft er það svo að einstaklingurinn eigi bókstaflega allt sem viðkemur að veiðinni. Við hjá Stangaveiðifélaginu deyjum ekki ráðalausir enda höfum við undanfarin ár boðið upp á okkar vinsælu gjafabréf og er árið í ár enginn undantekning. Endilega …
Lesa meira Gjafabréf SVFR er tilvalin jólagjöf veiðikvenna og manna
Flugufréttir og Hagfræðistofnun standa fyrir fundi um virði lax- og silungsveiða fimmtudaginn 15. nóvember kl. 8:30 – 9:45 í Ægisgarði, Eyjarslóð 5. Virði lax- og silungsveiða í hugum veiðimanna er ómetanlegt en Hagfræðistofnun hefur nú fest fingur á fjárhagslegt virði og ábata af veiðum á Íslandi. Dagskrá fundarins: Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun kynnir …
Forúthlutun er búin að fara gríðarlega vel af stað. Þeir sem hafa áhuga á að bóka fyrir næsta tímabil á góðum tíma hvetjum við eindregið til þess að hafa samband með pósti á svfr@svfr.is og við á skrifstofunni munum gera okkar besta að finna réttu veiðiánna fyrir ykkur. Með veiðikveðju og mynd úr Laxárdalnum fyrr …