Nýr samningur um Langá

Nýverið skrifaði SVFR undir nýjan samning við Veiðifélag Langár, en SVFR hefur verið með ánna frá því 2009.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir unnendur Langár, en áin hefur verið með betri ám á vesturlandi síðastliðin ár. Áin og öll umgjörð um hana er eins og best verður á kosið og aðgengi að veiðistöðum er gífurlega gott. Aðstaðan í húsinu er einnig frábær, en stefnt er að því að fara í töluverðar endurbætur á því fyrir sumarið 2019. Samhliða þessum nýja samning verður framlengt það góða samstarf sem SVFR hefur átt við Viktor Örn Andrésson, en hann hefur eldað ofan í veiðimenn í Langá síðastliðin 3 ár við frábæran orðstýr.

By admin Fréttir