Veiðikortið 2019 komið í sölu til félaga í SVFR!

Veiðikortið 2019 er komið út en það er frábær hugmynd að jólagjöf fyrir veiðimenn og veiðikonur!

Kortið veitir aðgang að 34 veiðivötnum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 7.900.- en félagar í SVFR fá Veiðikortið á aðeins kr. 6.300.- Við hvetjum veiðimenn til að kynna sér vel þau vatnasvæði sem í boði verða fyrir komandi veiðitímabil. Nánari upplýsingar um vatnasvæðin má finna á vef Veiðikortsins.

Félagar í SVFR geta keypt kortið með því að fara á veidikortid.is/svfr og fengið það sent heim í pósti. Einnig er hægt að nálgast kortið á skrifstofu félagsins, Rafstöðvarvegi 14.

 

 

Með kveðju,

SVFR

By admin Fréttir