Opið hús kvennadeildar fimmtudagskvöldið 22.11. n.k. kl. 20:00 í húsnæði SVFR að Rafstöðvarvegi 14.
Fjölbreytt, skemmtileg, spennandi og fróðleg dagskrá;
* Ragnheiður Thorsteinsson ætlar að leiða okkur í allan sannleika um úthlutunarreglur veiðileyfa hjá STRV – hvenær og hvernig er best að sækja um til að fá “bestu” veiðileyfin.
* Kynning á veiðiferðum kvennadeildar á komandi veiðitímabili – er förinni heitið í heitustu ár landsins eða jafnvel út fyrir landsteinanna aftur – nema hvoru tveggja sé? Allt um það á opnu húsi
* Nýjar konur í stjórn kvennadeildar þær María Hrönn Magnúsdóttir og Lilja Bjarnadóttir kynntar til sögunnar.
* Veiðijólatilboð og fleira skemmtilegt.
Heitt á könnunni, ef til vill mun ilmur komandi árstíðar fylla vitin. Hlökkum til að sjá ykkur og eiga góða stund saman.
Kvennadeild SVFR