Nú á haustmánuðum var auglýst eftir árnefndum á tvö ný ársvæði SVFR, Straumfjarðará og Laugardalsá. Um var að ræða 8 stöður í árnefnd Straumfjarðarár og 6 stöður í Laugardalsá, það var því erfitt um vik þegar inn komu um 60 umsóknir, og var umsóknum nokkuð jafnt skipt niður á hvort ársvæðið fyrir sig. Það var því vandasamt verk að raða niður í árnefndir svæðanna og tók stjórn félagsins sér því leyfi til þess að kafa djúpt ofan í umsóknir til þess að vanda vel til verka. Nú er þeirri vinnu lokið og fengu þeir árnefndarmenn sem komust inn að þessu sinn tölvupóst þess efnis á mánudaginn.
Árnefnd Straumfjarðarár skipa:
Aðalgeir Hólmsteinsson
Bergþór Júlíusson
Eiríkur Eiríksson
Fjalar Kristjánsson
Hafdís Finnbogadóttir
Karl Emil Jónsson
María Hrönn Magnúsdóttir
Reynir Þrastarson
Árnefnd Laugardalsár skipa:
Aron Jóhannsson
Ágúst Gíslason
Sigurður Marínó Þorvaldsson
Skjöldur Pálmason
Steinþór Friðriksson
Þorleifur Pálsson
Árnefndir Stangaveiðifélags Reykjavíkur eru bakbein félagsins og vinna gífurlega mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins á öllum þeim ársvæðum sem félagið hefur innan sinna vébanda. Árnefndir eru tengiliðir félagsins við ársvæðin og sjá til þess að veiðisvæði og veiðihús félagsins séu tilbúin þegar veiðitímabilið gengur í garð. Margar árnefndir félagsins hafa starfað svo til óbreyttar í mörg ár og er því um gífurlega mikilvæga tengingu við ársvæði og landeigendur SVFR þegar kemur að því að halda veiðisvæðum.