By admin

Flugukastnámskeið að hefjast!

Stangaveiðimenn og konur! Námskeið í fluguköstum hefst sunnudaginn 10. mars í T.B.R. húsinu, Gnoðavogi 1, kl. 20.00. Kennt verður 10.,17., 24. og 31. mars. Námskeiðið stendur yfir þessi fjögur sunnudagskvöld. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu og við tökum greiðslukort. Verð kr. 18.000.- en 16.000.- til félagsmanna. Mætum tímanlega og munið eftir inniskóm. …

Lesa meira Flugukastnámskeið að hefjast!

By admin

Aðalfundur SVFR 2019

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur var haldinn í gærdag og var vel mætt til fundarins. Venjubundin aðalfundarstörf fóru fram, þar sem meðal fór formaður félagsins fór skýrslu stjórnar um starfsárið, gjaldkeri fór yfir rekstrarniðurstöðu ársins og framkvæmdastjóri fór yfir rekstraráætlun fyrir komandi rekstrarár. Rekstur félagsins er kominn í góðar horfur eftir mörg mögur ár, en hagnaður rekstrarársins …

Lesa meira Aðalfundur SVFR 2019

By admin

Nýr samningur um Haukadalsá

SVFR hefur framlengt samning sinn við Veiðifélag Haukadalsár og getur því áfram haldið að bjóða upp á þessa frábæru á. Haukadalsá hefur verið gífurlega vinsæl hjá félagsmönnum sem og öðrum veiðimönnum allt frá því að SVFR tók við ánni 2015. Veiðin í Haukadalsá var frábær síðasta sumar, og var um 30% aukning frá því sumrinu …

Lesa meira Nýr samningur um Haukadalsá

By admin

Kynning á frambjóðendum

Nú kynnum við til leiks þá frambjóðendur sem bjóða sig fram til setu í stjórn SVFR næstkomandi 2 ár. Í boði eru 3 sæti og hefst utankjörfundaratkvæðagreiðsla á miðvikudaginn í næstu viku, 20. febrúar og verður hægt að koma á skrifstofu SVFR til að kjósa fram á þriðjudaginn 26. febrúar á opnunartíma skrifstofu. Hægt er …

Lesa meira Kynning á frambjóðendum

By admin

Framboðsfrestur rennur út á morgun!

Við minnum félagsmenn á að aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 27. febrúar 2019. Fundurinn fer fram í Akóges salnum, Lágmúla 4, 3ju hæð og hefst kl. 17:30. Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf en dagskrá fundarins verður birt þegar nær dregur. Á aðalfundinum verður formaður SVFR kjörinn til eins árs og kosið verður um sæti þriggja …

Lesa meira Framboðsfrestur rennur út á morgun!

By admin

80 ára afmælisfluga SVFR

Stangaveiðifélag Reykjavíkur ætlar að halda upp á 80 ára afmæli félagsins með pompi og prakt nú á vormánuðum. Því tengdu ætlum við að stofna til samkeppni um 80 ára afmælisflugu SVFR, bæði lax og silungsflugu. Þemað mega menn sækja hvert sem er, en leitast verður eftir frumleika og fegurð í hönnum og hnýtingu. Hnýtarar eru …

Lesa meira 80 ára afmælisfluga SVFR

By admin

Aðalfundur SVFR 2019

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 27. febrúar 2019. Fundurinn fer fram í Akóges salnum, Lágmúla 4, 3ju hæð og hefst kl. 17:30. Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf en dagskrá fundarins verður birt þegar nær dregur. Á aðalfundinum verður formaður SVFR kjörinn til eins árs og kosið verður um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára. Framboðum …

Lesa meira Aðalfundur SVFR 2019

By admin

Vel heppnað veiðikvöld fyrir unga veiðimenn

Í gærkvöldi var haldið opið hús fyrir unga veiðimenn og -konur á aldrinum 14-25 ára. Kvöldið var sérlega vel heppnað og má segja að það hafi verið troðfullt hús og setið í hverju sæti, þannig að framtíðin er björt í veiðinni miðað við áhuga ungu kynslóðarinnar. Efni kvöldsins var áhugavert og var haldin kynning á …

Lesa meira Vel heppnað veiðikvöld fyrir unga veiðimenn