Afmælisfluga SVFR

Nú fer hver að verða síðastur að skila inn afmælisflugu SVFR, en hún verður einkennisfluga félagsins fyrir komandi veiðitímabil.

Þemað verður 80 ára afmæli félagsins og verður vinningsflugunum gert hátt undir höfði í næsta Veiðimanni.

Félagsmenn eru hvattir til þess að setjast niður við hnýtingargræjurnar og hnýta eina laxaflugu og eina silungaflugu og senda hana inn á skrifstofu félagsins, 2 stykki af hvorri flugu.

Sérstök dómnefnd mun síðan meta flugurnar og dæma sigurvegarann. Veittir verða vinningar fyrir bestu laxafluguna og silungafluguna, og er 25þús króna inneign hjá félaginu fyrir hvorn flokk.

Skilafrestur er til 26. apríl.

Flugurnar sendast á:
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
Rafstöðvarvegi 14
110 Reykjavík

By admin Fréttir