Vordagskrá SVFR

Nú er vordagskrá SVFR klár og kennir þar ýmissa grasa. Dagskránni verður ýtt úr vör núna á miðvikudaginn næstkomandi með Flugukvöldi í dalnum, þar sem fyrstu handtökin verða kennd og strax daginn eftir verður farið í það að kenna hvernig á að hnýta Hauginn. Bæði þessi kvöld verða haldin í húsnæði SVFR á Rafstöðvarvegi og opnar húsið klukkan 20:00. Sigþór Ólason, stórhnýtari mun sjá um leiðsögn.

Það er því um að gera að skoða dagskránna vel og skoða hvað er í boði og setja það í dagatalið.

Hver viðburður verður kynntur sérstaklega þegar nær dregur og staðsetning verður kynnt samhliða.

HÉR

Eða hér að neðan.

Eitthvað gæti dagskráin hliðrast, en það verður þá kynnt sérstaklega.

By admin Fréttir