Hvernig á að veiða urriða á Þingvöllum?

SVFR í samstarfi við Þorstein Stefánsson, ætla að blása til sannkallaðrar urriða veiði veislu á Þingvöllum 11. og 12. maí.

Þorsteinn Stefánsson og nokkrir vel valdir urriða veiðimenn verða með kennslu í hvernig á að bera sig að í því að veiða risavaxna urriða á Þingvöllum.

Dagskráin er eftirfarandi:

11. maí klukkan 18:00 í höfuðstöðvum SVFR.
Veiðistaðalýsing á Þjóðgarðinum og nokkrum vel völdum leynistöðum.
Veiðibúnaður, stangir, hjól, línur, undirlínug og að sjálfsögðu flugur og aftur flugur.

12. maí klukkan 15:00 á bílastæðinu við Vatnskot
Veitt fram á kvöld víðsvegar í Þjóðgarðinum undir handleiðslu Þorsteins og fleiri.

Námskeiðið kostar 14.900 kr,- og er skráning á skrifstofu SVFR eða í tölvupósti [email protected] 

By admin Fréttir