


Barna og unglingadagar 2018
Í sumar eru í boði 5 hálfir dagar sem félagsmönnum 18 ára og yngri gefst kostur á að koma og veiða í Elliðaánum í boði félagsins. Skráning fer fram á svfr@svfr.is og er til miðnættis 22. apríl. Takmarkaður stangarfjöldi er í boði. Aðeins er tekið við umsóknum sem berast með tölvupósti. Dagarnir sem í boði eru: 24. júní FYRIR hádegi (sunnudagur) 15. júlí FYRIR hádegi (sunnudagur) 15. júlí EFTIR hádegi (sunnudagur) 29. júlí FYRIR hádegi (sunnudagur) 29. júlí …

Við minnum á að ganga frá greiðslu
Fyrir sléttri viku síðan settum við inn frétt hér á vefinn okkar þar sem við minntum á að eindagi reikninga fyrir veiðileyfum var 7. mars. Í þeirri frétt kom það fram að á föstudaginn næsta, þann 16. mars munum við fara yfir öll ógreidd veiðileyfi sem heldur er ekki búið að semja um greiðslu á. …

Frestur til að skila úthlutuðum leyfum útrunninn
Í dag er eindagi á meirihluta veiðileyfa sem úthlutað var til félagsmanna í almennri úthlutun. Frestur til að skila veiðileyfum var á föstudaginn síðasta, 2. mars, eins og auglýst var í frétt þann 24. janúar. Við höfum bent fólki á að hafa samband við Alskil um skiptingu á greiðslum sem og óskum um frestingu á …
Það er að koma vor.
Það er ekki laust við að síðustu tveir dagar hafi aðeins blásið von um vor í brjóst. Smáfuglarnir syngja, það er farið að birta þegar maður keyrir í vinnuna og er ennþá bjart þegar maður keyrir heim. Nú er sléttur mánuður í að veiðitímabilið á Íslandi opni og veiðimenn flykkist í árnar í leit að …

Frekari fréttir af aðalfundi SVFR
Eins og áður hefur komið fram var aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur haldinn síðastliðinn laugardag. Ágætlega var mætt á fundinn og var mikill hugur í þeim félagsmönnum sem mættu. Fram fóru venjubundin aðalfundarstörf og gékk fundurinn vel fyrir sig. Þrír sitjandi stjórnarmenn voru í kjöri til áframhaldandi setu í stjórn félagsins og tveir nýjir aðilar buðu sig …
Minnum á Aðalfundinn
Við minnum á Aðalfundinn á morgun 24. febrúar. Fundurinn hefst klukkan 16:00 og er í sal Garðyrkjufélags Íslands sem er í Síðumúla 1 (gengið inn Ármúlamegin, sjá mynd). Fram fara venjubundin aðalfundarstörf sem og kjör formanns félagsins í eitt ár og kosið verður um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.

Flott laxveiðileyfi í vefsölu
Það ætti ekki að hafa farið framjá neinum að daginn er farið að lengja, það er orðið bjart fyrr og dimmir seinna. Við vitum öll hvað það þýðir. Vorið er aðeins handan við hornið. Um helgina fer fram þessi árlegi viðburður sem markar komu vorsins, Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Það er hægt að lesa um hann …

Síðasti dagur til að kjósa utankjörfundar
Í dag er síðasti dagur til að kjósa utankjörfundar á skrifstofu SVFR. Allir skuldlausir félagar 18 ára og eldri hafa kosningarétt og hvetjum við alla félagsmenn til þess að nýta kosningarétt sinn. Fimm aðilar eru í kosningu um þau þrjú lausu sæti sem eru til kjörs að þessu sinni. Skrifstofa SVFR er opin í dag …

Aðalfundur og utankjörfundarkosning
Við minnum á að Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 24. febrúar næstkomandi í Sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 og hefst kl. 16:00. Þar munu fara fram venjubundin aðalfundarstörf sem og kosið verður um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára. Vikuna 19.-23. febrúar verður opið fyrir utankjörfundar atkvæðagreiðslu á skrifstofu félagsins sem verður hægt að kjósa á …