Síðasta Opna hús vetrarins á föstudaginn

Síðasta Opna hús vetrarins verður haldið föstudagskvöldið 4. Maí í Rafveituheimilinu Rafstöðvarvegi frá kl. 19.- 23.59.

Eins og venja er fögnum við komu sumars  hittum annað stórskemmtilegt veiðifólk og skemmtum okkur saman og hvort öðru. Undanfarin ár hefur þetta síðasta Opna hús vetrarins verið með afbrigðum skemmtilegt og það er engin ástæða til að ætla að á því verði breyting í ár.

Dagskráin er klár  happahylurinn er smekkfullur og ölið er komið í kæli. Þið sem hafið komið undanfarin ár vitið hvernig þetta gengur fyrir sig en fyrir ykkur hin er þetta í grófum dráttum svona:

19.00 – Húsið opnar og barinn opnar. Skemmtilegt fólk tekur að streyma að, finna sér sæti, kaupa sér eitthvað að drekka og happdrættismiða fyrir “afganginn”

20.00 – Nýkjörinn formaður vor setur hátíðahöldin með pompi og prakt og segir okkur frá sínum 5 uppáhalds veiðistöðum.

Anna Þórunn Reynis, formaður Kvennanefndar, segir frá starfi nefndarinnar og veiðiferð sem heill hellingur af vöskum veiðikonum fóru í til Skotlands um helgina.

Veiðistaðalýsing úr Varmá

Veiðistaðalýsing úr Eldvatnsbotnum

Stútfullur Happahylur með veiðivörum, veiðileyfum og fleira góðgæti

Það er ekkert víst að þetta klikki! Hvetjum alla til að mæta með góða skapið og taka vini sína með. Allir velkomnir  bæði félagsmenn sem og annað áhugafólk um stangveiði.

Sjáumst hress!

 

 

 

By admin Fréttir