Veiðisumarið hefst í Elliðavatni Sumardaginn fyrsta

Skrifstofu SVFR var að berast eftirfarandi orðsending frá Veiðikortinu:

Elliðavatn sem er á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs er eitt vinsælasta silungsveiðivatn á Íslandi. Þangað leggja leið sína þúsundir veiðimanna á öllum aldri – sumir að stíga sín fyrstu skref í áttina að fangi veiðigyðjunnar, en aðrir eru komnir á lokasprettinn – en eru samt ævinlega viljugir til að heimsækja Elliðavatnið ár eftir ár – enda er aðdráttarafl vatnsins ómótstæðilegt þeim sem komast í kynni við leyndardóma þess: Ná að ráða gátuna.

Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl hafst veiðin í Elliðavatni enn eitt árið. Vatnið breiðir út faðm sinn og tekur vel á móti yngri veiðimönnum sem hinum eldri. Veiðin í Elliðavatni hefur verið mjög góð síðustu sumur og allar líkur á að svo verði einnig í sumar.

Veiðikortið – sem er stoltur leigutaki og umsjónaraðili Elliðavatns – býður veiðimenn á öllum aldri hjartanlega velkoma til veiða í Elliðavatni í sumar og hvetur til þess að menn opni veiðisumarið í vatninu og haldi þannig með viðeigandi hætti upp á sumarkomuna; í Elliðavatni á sumardaginn fyrsta!

Veiðikortið fæst um allt land, á bensínstöðvum, í veiðibúðum og víðar.

SVFR vill nýta tækifærið og minna félagsmenn á að þeir fá afslátt af Veiðikortinu. Nánari upplýsingar hér: http://veidikortid.is/is/svfr

Einnig er hægt að koma til okkar og festa kaup á kortinu hér á skrifstofu.

By admin Fréttir