Við erum alveg rosalega bjartsýn á að sumarið í sumar verði frábært á öllu landinu og þá sérstaklega í ánum okkar. Langá er ein af okkar bestu ám og er sívinsæl meðal okkar félagsmanna og annarra viðskiptavina. Engan skyldi undra það enda er áin í aðeins klukkutíma fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu, er geysilega fjölbreytt og aðgengileg, fiskurinn almennt vel dreifður og umgjörðin öll býður upp á magnaða upplifun fyrir veiðimenn.
Sjaldan hefur áin verið svona þétt setin eins og raunin er í ár og nú fer hver að verða síðastur að næla sér í tveggja daga veiði í ágúst og september. Eins og staðan er núna þegar þetta er skrifað eru eingöngu eftir:
20. – 22. ágúst – 4 stangir: https://www.svfr.is/vefsala/langa-20-22-agust/?_sft_product_cat=lang
26. – 28. ágúst – 2 stangir: https://www.svfr.is/vefsala/langa-26-28-agust/?_sft_product_cat=lang
13. – 15. september – 4 stangir: https://www.svfr.is/vefsala/langa-13-15-sept/?_sft_product_cat=lang
15. – 17. september (2,5 dagur) – 2 stangir: https://www.svfr.is/vefsala/langa-13-15-sept/?_sft_product_cat=lang
Þetta er síðasta hollið í ánni þar sem húsið er með áður en farið er í stöku dagana. Þarna er veitt í 2,5 dag en aðeins gist í húsinu í 2 nætur. ATH að verð á fæði + gistingu í þessum 2 daga hollum er aðeins kr. 17.900,- á mann á nóttina.