Kæru félagsmenn og annað áhugafólk um stangveiði,
Takið frá föstudagskvöldið 4. maí n.k. því þá höldum við síðasta Opna hús vetrarins 2017-2018. Vorhúsið er árlegur viðburðir sem markar lok vetrarins og boðar komu sumarsins þar sem félagsmenn okkar flykkjast vonandi til veiða á svæðum SVFR.
Dagskráin er ekki klár ennþá og þið hafið ennþá tækifæri til að hafa skoðun á henni. Finnið “viðburðinn” (e. event) á Facebook síðu SVFR og takið þar þátt í könnun um hvaða veiðisvæði þið mynduð helst vilja sjá fjallað um á Opnu húsi.
Dagskráin og upplýsingar um Happahylinn (sem verður að sjálfsögðu á sínum stað) verður birt hér sem og á öðrum miðlum félagsins um leið og línur skýrast og strekkjast. Sjáumst hress og takið endilega með ykkur vin/vinkonu sem þið mynduð vilja kynna fyrir Stangaveiðifélagi Reykjavíkur.