Laxárdalurinn er að lifna við, aðdáendum hans til mikillar gleði. Þeir sem þekkja dalinn líkja honum við Paradís og hafa hann efst á sínum óskalista. SVFR vill kynna dýrðina fyrir þeim sem ekki þekkja og efnir til kynningarkvölds með þeim sem þekkja svæðið eins og lófann á sér.
Bjarni Höskuldsson, Hrafn Ágústsson og Ásgeir Steingrímsson segja okkur hvað gerir Laxárdalinn einstakan og hvers vegna veiðimenn sem heimsækja hann verða hugfangnir. Þeir fjalla veiðisvæðið, flugur og veiðiaðferðir og hvers urriðinn í Laxárdal er eins stór og raun ber vitni. Hnýtingardót verður á staðnum fyrir byrjendur og lengra komna að leika sér að lokinni kynningu.
Ekki missa af veiðispjalli, stórkostlegu myndefni og frábærum félagsskap.
Aðgangur ókeypis
Föstudagskvöldið 13. apríl að Rafstöðvarvegi 14 – skrifstofuhúsnæði SVFR. Húsið opnar kl. 19:30.