By SVFR ritstjórn

Langar þig í árnefnd Elliðaánna?

SVFR auglýsir eftir fólki í árnefnd Elliðaánna, sem skipuð verður á næstunni. Viðbúið er að margir félagsmenn muni bjóða fram sína starfskrafta, enda eru Elliðaárnar heimavöllur SVFR og einstök laxveiðiperla á heimsvísu. Áhugasamir geta sent inn umsókn hér https://web.svfr.is/oldweb/umsokn-nefndarstarf/ til og með 17. janúar nk. Stjórn SVFR hefur ákveðið að fjölga í nefndinni frá því …

Lesa meira Langar þig í árnefnd Elliðaánna?

By admin

Veiðitölur vikunnar

Langþráð rigning er komin og það er stækkandi straumur, veiðin á svæðum  SVFR er að mestu jöfn og í góðum gír. Leirvogsá stendur upp úr þar sem hún er búin að ná heildarveiði síðasta tímabils, þá veiddust 113 laxar en nú er áin komin í 128 á einungis 2 stangir! Það vantar veiðitölur úr Soginu en veiðin í Alviðru …

Lesa meira Veiðitölur vikunnar

By admin

Alviðra komin í gang!

Fyrsti laxinn í Alviðru kom á land í gærkvöldi en Jóhann Sigurður Þorbjörnsson fór í nokkra klukkutíma í gær og fékk fallega 81cm hrygni og missti einn smálax. Báðir voru í Kúagili og tóku Sunray í yfirborðinu hann sagði að það voru laxar í Öldunni og á fleiri stöðum á breiðunni og þeir voru mikið …

Lesa meira Alviðra komin í gang!

By admin

Frekari fréttir af opnunum

Miðvikudaginn 20. júní var mikið um að vera. Þá opnuðu hvorki meira né minna en fjögur ársvæði á vegum SVFR. Elliðaárnar byrjuðu með látum þar sem 20 löxum var landað á opnunardaginn á 4 stangir. Það var ekki sama mokið í Haukadalsá né í Þverá í Haukadal. Samtals komu þar 6 laxar á opnunardaginn, fimm …

Lesa meira Frekari fréttir af opnunum

By admin

Ný grein frá formanni SVFR

Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur heldur áfram skrifum sínum er varða hagsmuni stangaveiðimanna gagnvart laxeldi í sjókvíum. Greinin birtist á síðum Fréttablaðsins nú í morgun en hana er einnig hægt að finna rafrænt á vef Vísis. Slóðin á greinina er hér: http://www.visir.is/g/2018180409073/nyju-rokin-arodursmeistarans-  Við hvetjum félagsmenn okkar og allt áhugafólk um stangveiði að lesa greina og deila sem víðast.

Lesa meira Ný grein frá formanni SVFR

By admin

Straumfjarðará til Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Þann 1. nóvember voru undirritaðir samningar á milli Veiðifélags Straumfjarðarár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur um leigu á veiðirétti í Straumfjarðará frá árinu 2018 til og með 2022. SVFR hefur nú þegar hafið sölu á veiðileyfum og skipulag fyrir næsta ár og eru allir áhugasamir hvattir til að hafa samband við SVFR til að bóka veiðileyfi í …

Lesa meira Straumfjarðará til Stangaveiðifélags Reykjavíkur