Alviðra hefur verið mjög sterk í sumar, sumir segja að veiðin rifji upp góðar minningar af gullöld Sogsins.
Cezary Fjallkowski er flestum kunnugur, hann er þekktastur fyrri það að draga skrímsli á land í Þingvallavatni en hann er líka feiknarlega lunkinn laxveiðimaður. Hann veiddi í Alviðru í gær og hann fékk 5 laxa á mjög stuttum tíma, að hans sögn er Kúagil pakkað af laxi! Fiskarnir voru frá 60-84cm á lengd, flott bland af smálaxi og stórlaxi. Helstu flugur voru Rauður Frances og Sunray Shadow, Cezary notaðist við sökkenda með sökkraða 3.
Hann nefndi líka að laxinn er alls ekki langt frá landi, fiskurinn er alltaf nær en þig grunar og byrja margir góðir veiðimenn að veiða við tærnar á sér.
Alviðra er mögulega ódýrasta laxveiðileyfið á landinu, félagsmenn fá leyfið á 10.560kr
Hér má sjá vefsöluna