17 laxar á eina stöng í Elliðaánum!

Félagarnir Hrafn Hauksson og Jóhann Freyr Guðmundsson fóru saman í Elliðaárnar síðasta sunnudag og gerðu heldur betur góða veiði. Það var sól og hægur vindur en veiðin var frábær. Fiskarnir voru að taka litlar flugur og flestir komu á rauða og svarta Frances í stærð 14 og 16.

Frísvæðið gaf þeim félögum flesta fiska en þeir fengu 6 í Hrauni og 4 í Símastreng. Þeir fengu líka fiska í Árbæjarhyl, Heyvaði, Hundasteinum og Höfuðhyl. Þeir enduðu í 17 löxum og þarf af voru 7 yfir 70cm! Morgunvaktin gaf 9 laxa og sú seinni 8, það var jöfn taka yfir allan daginn og mikið af fiski að sýna sig.

Við eigum laus leyfi í Elliðaánum og má sjá þau hér