Lokatölur úr Elliðaánum

Í fyrradag 15. september lauk veiði í Elliðaánum, árið í ár var af öðruvísi sniði en það var sett á sleppiskylda og eingöngu var leyfð fluguveiði.

Alls veiddust 563 laxar, það er bæting upp á 26 laxa frá því í fyrra.

Alls eru 2480 fiskar búnir að fara í gegnum teljarann, lax er þar í meirihluta en síðasta mánuðinn gekk mikið af sjóbirtingi – enginn gullfiskur sást í teljaranum.

Stærsti laxinn sem kom á land var 90cm hængur sem kom á land í Símastreng. hann tók Green Butt #18. Alls veiddust 11 fiskar yfir 80cm og margir á milli 70 og 80cm. Einn 102cm gekk upp teljarann en kom ekki á land, veiðimaður barðist við einn fisk í Borgarstjóraholu í 100 mínútur en hann endaði með að brjóta krókinn. Spurning hvort að sá fiskur hafi verið þessi 102cm. Þar sem sleppiskylda er í Elliðaánum eigum við vonandi eftir að sjá meira af stærri fiskum á næstu árum, það verður áhugavert að fylgjast með teljaranum á næsta ári.

Hér er smá listi með 5 aflahæstu veiðistaðina

Hundasteinar – 121
Hraun -108
Símastrengur – 97
Árbæjarhylur – 71
Höfuðhylur – 25

Það er hægt að skoða veiðibókina í Elliðaánum hér – Ef veiðimenn eiga eftir að skrá fisk síðan í sumar er það ennþá hægt, það á einnig við um Korpu, Leirvogsá, Varmá og Þverá í Haukadal