Fyrsti laxinn í Alviðru kom á land í gærkvöldi en Jóhann Sigurður Þorbjörnsson fór í nokkra klukkutíma í gær og fékk fallega 81cm hrygni og missti einn smálax. Báðir voru í Kúagili og tóku Sunray í yfirborðinu hann sagði að það voru laxar í Öldunni og á fleiri stöðum á breiðunni og þeir voru mikið að sýna sig. Það er skemmtilegt að glíma við nýgenginn fisk í svona stórfljóti og það eru mjög góðar líkur á stórlaxi í Soginu.
Alviðra var áður fyrr einn eftirsóttasta veiðisvæðið í Soginu en hefur dalað aðeins síðustu ár í takt við laxgengd í Soginu, nú er ljóst að það er töluvert af laxi í Soginu og er Alviðra frábær valkostur stutt frá Reykjavík og kostar leyfið aðeins 12.720 fyrir félagsmenn SVFR en 15.900 kr fyrir þá sem eru fyrir utan félagið.