Rignt hefur eldi og brennisteini á Vesturlandi síðustu daga og eru flestar ár bólgnar af vatni, Langá er engin undantekning og hefur rennslið í henni verið tvöfalt síðustu daga. Hún er búin að hreinsa sig og er góður séns á að lenda í hörku veiði þar sem það eru engar stórrigningar í kortunum næstu daga. 12 stangir eru í boði og fyrstur kemur, fyrstur fær.
18 og 19 ágúst eru seldir heilir og kostar stöngin 50.000. Veiðitíminn er frá 08:00 – 20:00, engin pása og húsið verður lokað en veiðimenn geta nýtt vöðlugeymslu og salerni. 17 og 20 ágúst eru seldar stakar vaktir og kosta þær 25.000kr.
Vinsamlegast sendið e-mail með nafni og kennitölu greiðanda á [email protected] með tilgreiningu á þeim dögum sem menn vilja.
Athugið að staðfesting á kaupum er eingöngu með nafni og kennitölu, fyrirspurnir duga ekki.