92cm hængur í Langá

Langá er full af laxi og aðstæður þar eru frábærar. Undanfarið hefur mörgum þótt takan treg og freistast til að sökkva flugunni, í þeirri von að nálgast fiskinn. Við þær aðstæður er tilvalið að gera eitthvað allt annað, t.d. skella undir Green Brahan #18 og sjá hvað gerist. Það skilaði þessum 92 cm fiski upp úr Réttarhyl í morgun! Réttarhylur hefur gefið minna af fiski í sumar en oft áður og fyrir vikið hafði þeirri kenningu verið fleygt fram, að í hylnum lægi risi sem hefði rekið aðra í burtu. Það virðist hafa verið raunin!
Þess má geta að fleiri risar leynast í Langá, en samkvæmt teljaranum við Skuggafoss er sá stærsti 97 cm. Hvar skyldi sá leynast?
By admin Fréttir