Það gleður okkur að tilkynna að barna- og unglingastarfið hefst á á morgun, 11. mars, í Rimaskóla í Grafarvogi þar sem boðið verður upp á kennslu og góð ráð í fluguhnýtingum. Þetta er fyrsti hittingurinn í vetur en framundan er spennandi dagskrá á næstu vikum og mánuðum sem sjá má hér að neðan.
Viðburðadagatal barna- og unglingastarfs SVFR:
- 23. mars – Fluguhnýtingar í Rimaskóla 12:30-15:00
- 13. apríl – Veiðiferð í Korpu
- 27. apríl – Veiðiferð í Korpu
- 11. maí – Veiðiferð í Leirvogsá
- 25. maí – Veiðiferð í Leirvogsá
- 6. júlí – Fyrri barnadagur í Elliðaám
- 10. ágúst – Seinni barnadagur í Elliðaám
Vinsamlegast athugið að allir viðburðirnir verða auglýstir nánar þegar nær dregur. Í maí opnum við svo fyrir skráningar á barnadaga í Elliðaánum. Til að fá helstu fréttir beint í æð mælum við með því að fylgja okkur á facebook og svfr.is.