By admin

Mikið líf síðustu daga á veiðisvæðum SVFR

Við fréttum af góðvinum okkar úr Flugukastinu Sigþór Steini Ólafssyni og Þorgils Helgasyni ritara hjá Flugur.is á veiðum í Varmá ásamt tveimur félögum í gærdag. Skruppu þeir í 3-4 klukkustundir og lönduðu þeir hátt í 30 fiskum. Meginþorri veiðinnar var geldfiskur um 35-40 sm en nokkrir á bilinu 50-58 sm. Kom það fyrir að veiðimenn …

Lesa meira Mikið líf síðustu daga á veiðisvæðum SVFR

By admin

Lifandi Laxárdalur

Veiðin í Laxárdalnum er búin að vera mjög góð í júlí og ágúst. Þetta magnaða svæði geymir gríðarlega fallega fiska og náttúran er engu öðru lík. Okkur barst skeyti frá glöðum veiðimönnum sem fengu hreint út sagt frábæra fiska núna í ágúst á svæðinu. Við eigum til stangir lausar núna um helgina og þetta er …

Lesa meira Lifandi Laxárdalur

By admin

Opnun Laxár í Laxárdal

Þann 1. júní síðastliðinn hófst veiði í Laxá í Laxárdal. Það var búið að vera hlýtt fyrir norðan en það átti eftir að kólna all hressilega á þá veiðimenn sem stóðu vaktina í opnunarhollinu. Þennan fyrsta morgun var lofthiti lægri en vatnshitinn og það var kropp framan af morgunvaktinni. Rétt um hádegi fór að hlýna …

Lesa meira Opnun Laxár í Laxárdal

By admin

Opnun Laxár í Mývatnssveit

Veiðitímabilið í Laxá í Mývatnssveit hófst í morgun er hópur galvaskra veiðimanna, fullir eftirvæntingar, mættu á bakkann í fullum skrúða. Við höfum aðeins hlerað einn þeirra í morgun og heyrðum svo í honum þegar menn voru mættir í hús kl. 14. Veiðin fer alveg glimrandi vel af stað og er fiskur að veiðast á öllum …

Lesa meira Opnun Laxár í Mývatnssveit

By admin

Auglýsum lausar stangir til sölu í urriðanum í Elliðaánum

(*uppfært kl. 14:50) Það hafa komið að máli við okkur félagsmenn sem ekki get nýtt sér veiðileyfin sín í urriðaveiðinni í Elliðaánum. Við viljum einnig nýta tækifærið og minna á laus leyfi þar sem hægt er að kaupa á vefsölunni. *19. maí – f.h. – Uppselt *20. maí – e.h. -Uppselt Vinsamlegast sendið tölvupóst til [email protected]

Lesa meira Auglýsum lausar stangir til sölu í urriðanum í Elliðaánum